Pylsupartý.

GítarkakaÉg vissi að ég hefði gifst mér yngri manni. En að hann gengi í barndóm á hverjum afmælisdegi, bara til að vekja athygli á því hvað hann er miklu yngri en ég, - það er dáldið illa gert gagnvart mér, - er það ekki?

Fyrir tveimur árum, - daginn sem hann varð fertugur, vildi hann fá skúffuköku með kremi. Ég kom honum skemmtilega á óvart, með því að fá tengdasoninn til að föndra gítar úr tveimur skúffukökum (hann er í smíðum á myndinni, það á eftir að setja strengi og fleira).

Í dag vill hann svo hafa pylsupartý. Og af því að ég er svo einstaklega jákvæð og elskuleg eiginkona, þá sagði ég auðvitað að hugmyndin væri stórkostleg.

Pylsugrill 140608Ég gleymdi reyndar að spyrja hann hvort hann vildi frekar hafa íspinna eða sleikjó í eftirmat. En það verður semsagt pylsupartý í rauða húsinu við hafið í dag, - á 42ja ára afmælisdegi húsbóndans.

Neðri myndin sýnir drenginn minn (vin hans og heimasætuna) í pylsupartýinu sem hann hélt í sumar þegar hann varð þrítugur.

Ja hérna, - drengir eru og verða drengir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og nú er lubbinn farinn af drengnum þínum hann er nýklipptur og fínn.  En gítarinn er rosalega flottur.  Pylsupartý hehehehe    Þakkað bara fyrir meðan hann biður ekki um nektardansmey í risaköku

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband