14.1.2009 | 16:06
Ömmugleði.
Í dag klukkan 12.02 fæddist lítill ömmudrengur á Ísafirði. 16,5 merkur, sem er léttara en við bjuggumst við, þar sem mamman vó um 19 merkur við fæðingu og pabbinn (sonur minn) tæpar 20 merkur. Drengurinn fæddist eftir 41 viku meðgöngu, sem okkur finnst líka frekar stutt meðganga miðað við foreldrana, sem bæði voru í móðurkviði í 42 vikur (sonur minn rúmlega það). Fæðingin gekk mjög vel og öllum heilsast vel.
Ég fylltist að sjálfsögðu ómótstæðilegri löngun til að hoppa upp í næstu vél. Ég reyndi að róa mig, en löngunin bara óx, þangað til ég sagði við sjálfa mig: Laufey hættu þessu rugli og farðu.
En þá var klukkan 15.07, - og seinni vélin í dag fór í loftið klukkan 15.15. Svo ég var of sein. En ég er búin að bóka far með fyrstu vél í fyrramálið.
Dæli inn myndum þegar ég kem til baka (á föstudaginn).
Oooooh, ég er svo takmarkalaust hamingjusöm og glöð.
Athugasemdir
Til hamingju Amma
Kvitt kvitt
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 16:15
Góða ferð vestur!
Heidi Strand, 14.1.2009 kl. 16:42
Frábærar fréttir. Innilegar hamingjuóskir og bestu kveðjur vestur.
Bára (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:22
Elsku Laufey. Hjartans hamingjuóskir með guttann. Tvær manneskjur mér kærar eiga afmæli í dag - hann Steinn sem fóstraði mig og Unnur vinkona mín. Þau erubæði frábær. Ég spái að unginn þinn verði ekki síðri.
Þín
IMBA
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:32
Hjartanlega til hamingju með ömmustrákinn.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:29
Til hamingju með þennan fallega dreng.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:56
Innilega ti lhamingju elsku Laufey mín, ég fékk frá þér póstinn en gat ekki svarað (held ég) því að það er eitthvað að ,,útsendingunni" hjá mér.+
Mér líst vel á að þú skellir þér vestur amma verður að knúsa og kyssa drenginn. Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur öllum í Grindavíkinni.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:36
Til hamingju með stubbinn, skilaðu kveðju til þeirra fyrir westan.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 15.1.2009 kl. 09:41
Innilega til hamingju elsku Laufey mín og nýbakaðir foreldrar líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 14:53
Hjartanlega til hamingju með ömmubarnið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 21:54
Ástarþakkir allar saman. Var að koma að vestan með slatta af myndum. Nú vind ég mér í að setja þær inn í nýja færslu.
Laufey B Waage, 16.1.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.