16.1.2009 | 21:49
Komin að vestan.
Jæja þá er ég búin að fara vestur að knúsa nýja ömmudrenginn, - og komin heim aftur, með slatta af myndum auðvitað.
Drengurinn er óhemjufagur og yndislegur í alla staði. Þegar ég mætti á staðinn (Sjúkrahúsið á Ísafirði) lá hann í vöggunni sinni - og hafði legið þar rólegur í tvo klukkutíma.
En ég fékk að sjálfsögðu strax að taka hann í fangið. -Og þar var hann non stop í rúman sólarhring, nema rétt á meðan ég skrapp í hádegismat, kvöldmat, - og svo til að sofa yfir blánóttina.
Og auðvitað tókst mér að spilla honum. Um nóttina, meðan ég svaf eins og steinn heima hjá þeim, - vildi ömmudrengurinn bara kúra hjá mömmu sinni, í hennar rúmi (á sjúkrahúsinu).
Meðan ég sat og horfði á hann í fangi mér, sagði tengdadóttirin; ég á ekkert í þessu barni. Þá sagði ég auðvitað; en ég á allt í þessu barni, hann er alveg eins öll mín börn, - og sérstaklega líkur pabba sínum.
Ég sagðist áðan hafa haft hann stöðugt í fanginu. Auðvitað voru það örlitlar ýkjur (ekki miklar þó). Náðarsamlegast "leyfði ég" honum að fara á brjóst hjá sinni eigin móður. Svo gat ég heldur ekki alfarið neitað pabbanum, - sem tekst engan vegin að leyna því hvað hann er hrifinn af þessum frumburði sínum (og þeirra beggja). Og það má hann svo sannarlega vera.
"Hann er beinlínis fullkominn" sagði ég nokkrum sinnum.
Ég gæti sagt heilmargt fleira um þennan nýjasta fjölskyldumeðlim, - en vil ekki ofbjóða ykkur með taumlausri hrifningu minni og hamingju.
En ég er auðvitað takmarkalaust þakklát fyrir það hvað hann er heilbrigður og frábær - og hvað allt gengur stórkostlega vel með hann. Það er ekki sjálfgefið.
Eini gallinn er auðvitað hvað þau búa langt í burtu.
En á móti kemur, að ég er svo heppin að "gömlu" ömmubörnin búa hér í næsta hverfi, - svo ég hitti þau reglulega - og hef alltaf haft yndislega gott samband við þau.
Ríkasta amma í heimi óskar ykkur góðrar helgar.
Athugasemdir
Ohhhhhh hann er yndislegur!!!!
Mér finnst hann svolítið likur Halla afa sínum (efsta mynd). Það er yndislegt að eignast heilbrigð og vel sköpuð börn Laufey mín. Það ber að þakka.
Enn og aftur til hamingju með þennan flotta strák öll sömul.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:50
Þið takið ykkur vel út.
Bjútíful.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 10:39
Yndislegur Þið eruð flottust ... innilega til hamingju með hann aftur og enn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:40
Til hamingju með þennan bráðmyndarlega ömmudreng!
Guðrún Markúsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.