Fallegur kjóll.

_thverfur_kjoll.jpgÉg er ekki ein af öllum þessum konum sem hafa gaman af að versla. Síst af öllu hef ég gaman af að kaupa föt á sjálfa mig. Þá sjaldan sem ég geri tilraunir til þess, kem ég langoftast tómhent út, - hafandi séð ekkert nema ofsoðna sláturkeppi í spegli mátunarklefans.

Maðurinn minn er hins vegar dáldið í fatakaupadeildinni. Ég hef stundum haft lúmskt gaman af þeim viðsnúningi á hefðbundnum kynjahlutverkum. Til dæmis sendi ég svohljóðandi sms, þegar við hjónin vorum í rómantísku sumarleyfi við Gardavatnið á Ítalíu fyrir nokkrum árum: Sit á yndislegri jazzbúllu með rauðvínsglas í hendi, meðan eiginmaðurinn kíkir í búðir.

Ég hef stundum notið góðs af nefi míns ástkæra fyrir fatabúðum. T.d. einn daginn þegar við hjónin vorum á leið á kaffihús - og hann rekur augun í skilti sem bendir á fatamarkað - og dregur mig inn með sér. Þar var verið að selja kjóla frá saumastofu sem starfrækt var fyrir nokkrum áratugum - og voru kjólarnir verðlagðir eftir aldri, - þeir elstu dýrastir. 

Kjóllin á myndinni var í ódýrasta flokki, þar sem ekki var vitað frá hvaða tíma hann væri. Úr ekta ull, hnausþykkur og góður - og alveg minn stíll. Svo ég keypti hann og sé ekki eftir því. 

Í gærkvöldi fór ég í honum í æðruleysismessu. Fór úr loðkápunni og fleygði henni í bekkinn, því fallegi kjóllinn er svo hlýr og góður. Við stóðum upp á endann stóran hluta messunnar, - þ.e. meðan við vorum að syngja. Ég naut mín vel í fallega kjólnum, - ein af þeim fáu sem ekki voru í yfirhöfn.

Þegar ég fer í kápuna að messu lokinni, sé ég að konurnar í bekknum á bak við mig eru skælbrosandi. Ég brosi auðvitað á móti. - Alltaf svo einlæg og notaleg stemmning í þessum æðruleysismessum.

Þegar ég er komin heim og farin úr kápunni, tek ég eftir einhverri áberandi misfellu á kjólnum. Og svo annari og annari. - Og út um allt. Ónei!!, - þetta eru samhnýttir endar, - Og þykkir saumar á hliðunum. "Ég er í úthverfum kjólnum" hrópa ég yfir mig. "Það fer ekkert á milli mála" segir eiginmaðurinn, - "hann er eins og illa ryksugað gólfteppi".

Ég segi bara eins og Dúddi rótari: Ég get aldrei komið á billann aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti.

Laufey; þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Hæ það verð ég að sega að þú ert ein af fáum konum sem ekki hafa gaman af því að versla.En heppin að hafa hinn helminginn til að redda málunum haha.

Kjólinn fer þér bara skrambi vel.

Blíðlegt birtu knús

Og hafðu það sem allra best

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 19.1.2009 kl. 13:14

3 identicon

Laufey mín þú ert æði ,ég er í kasti  ég sé þig´alveg fyrir mér brosa þinu blíðasta til kvennana á bekknum á bak við þig  og mín í úthvefum kjólnum

 knús til þín

mallý (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:29

4 identicon

Laufey mín, þú ert engri lík.

Vildi að ég hefði getað komið með þér í gærkveldi.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha knús á þig krúsídúlla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:39

6 identicon

Ha, ha, ha!!! Ég sem hélt að synir mínir væru einir í "úthverft og öfugt" deildinni í þessari fjölskyldu. Það hefði reyndar bjargað þér ef þú hefðir tekið þetta alla leið og verið í kjólnum öfugum líka. Þá blasir nefninlega hálsmáls-miðinn við að framan, og erfitt að láta það fara fram hjá sér. Þó ekki ómögulegt...

Berglind (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:10

7 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Heppilegt að það skyldi vera æðruleysismessa...

Guðrún Markúsdóttir, 20.1.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband