26.1.2009 | 12:55
Eitthvað að gerast?
Verð að viðurkenna að nú er örlítið fúlt að vera bundin við kennslu næstu klukkustundirnar, - loksins þegar eitthvað virðist vera að gerast í íslenskum stjórnmálum. Verð að bíða eftir fréttum kl. 18.00.
Ég VEIT þó núna, að það er stórtíðinda að vænta. Öðruvísi en 6.október síðastliðinn þegar ég kom algjörlega grunlaus heim úr vinnunni um kl. 18.25 og vissi ekkert af hverju eiginmaðurinn sat við sjónvarpið og starði á "Geirharð" á skjánum (eins og flestir íslendinar höfðu þá gert í nokkrar klukkustundir. - Sumir hverjir grátandi).
Ég vissi það heldur ekki fyrr en seint um kvöld, - að hluti af miðbænum mínum brann einn daginn, á meðan ég var grunlaus við mín kennslustörf.
Það vill til að vinnan mín er skemmtileg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.