28.1.2009 | 12:20
Össur lengst til hægri?!?
"Hva!?! - er Össur kominn lengst til hægri?" hrópaði eiginmaðurinn þegar hann leit út um eldhúsgluggann í morgunn.
Þegar maður kemur að rauða húsinu við hafið, - þá er minn inngangur til hægri, en ráðherrainngangurinn til vinstri.
Eitthvað hlýtur ráðherrann - eins og gefur að skilja - að hafa komið seint heim í gærkvöldi, - og ekkert stæði verið laust fyrir framan hans inngang. - Svo ráðherrabílnum var lagt lengst til hægri.
Þess má geta að það er "míns eigins" ektamaki sem vanalega leggur í stæðið lengst til hægri. Og skiljanlega undraðist hann skyndilega hægrisinnun ráðherrans, þegar hann sá kött í bóli bjarnar.
Ég legg mínum eðal-Yaris alltaf hinu megin við hornið, - lengst til vinstri að sjálfsögðu. - Þó hann sé blár.
Næst kaupi ég mér rauðan bíl.
Lifið heil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.