29.1.2009 | 21:21
Sorg og söknuður.
Mjög góð vinkona mín dó í dag.
Ég er að reyna að segja við sjálfa mig; að fyrst við lifum nú við þá einu staðreynd að eitt sinn skuli hver deyja, - þá sé nú gott að fá að lifa hraust í rúmlega 91 ár, - og deyja svo í svefni, án undanfarandi veikinda.
Og auðvitað er það rétt.
En ég er bara sorgmædd.
Og ég ætla bara að leyfa mér að vera það um stund. Ég er að reyna að segja ekki við sjálfa mig, að ég hefði nú getað búist við þessu og að ég hefði nú átt að heimsækja hana oftar undir það síðasta. Það dregur ekki úr sorginni, nema síður sé.
Auðvitað er ég sorgmædd vegna þess að þessi vinkona var mér svo einstaklega dýrmæt. Bæði var hún merkismanneskja og frábær í alla staði, - og svo var vinátta okkar svo einstök og náin. Ekki síst þegar á það er litið að hún var næstum 40 árum eldri en ég.
Að sakna og syrgja, - hlýtur að vera merki um það, að maður hafi átt eitthvað dýrmætt. Og það átti ég svo sannarlega í þessari yndislegu vinkonu minni.
Ég sakna hennar.
Athugasemdir
Samhryggist þér, það er alltaf sárt að missa.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2009 kl. 21:31
Laufey mín það er alveg rétt, þú syrgir og saknar vegna þess að þið áttuð eitthvað dýrmætt.
Ég hugsa til þín og sendi þér góða strauma, Guð geymi þig og varðveiti.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:30
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 17:02
Innilegustu samúðarkveðjur, ég veit hvað þið voruð góðar vinkonur. Auðvitað áttu að vera leið og sorgmædd, það er nægur tími til að sjá hvað þetta var fallegur dauðdagi en fyrst er að sakna og syrgja. Minnsta barnabarnið biður að heilsa.
Dóra Hlín (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:42
Sæl Laufey, ég samhryggist þér. Þessa konu þekkti ég líka, hún var svolítil amma mín líka, þótt hún hafi ekki verið nein amma mín þá var hún það fyrir mér, því frændsystkyni mín voru ömmubörn hennar, og allt sem þau áttu átti ég og öfugt.
Vinkona þín og amma mín var frábær kona í alla staði og hún skilur eftir sár hjá okkur öllum
Hvíl þú flotta kona :)
tinna Óðinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.