22.3.2009 | 17:25
Ömmudagar.
Í þessum rituðum orðum eru sonur minn, tengdadóttir og litli drengurinn þeirra á leiðinni vestur á Ísafjörð. - Akandi.
Nýbakaður pabbinn var farinn að sakna eiginkonu og sonar, sem höfðu verið hjá mér í 10 yndislega daga - og ákvað að sækja þau.
Þar er sumsé komin skýringin á fjarveru minni úr bloggheimum. Vona að þið hafið saknað mín.
Ég kaus að láta flest annað en ömmuknús sitja á hakanum þessa daga.
Það var einstaklega gaman að hafa þau mæðgin. Ég er svo heppin að geta verið laus við á morgnana, - og þá er drengurinn einmitt í súperformi eftir góðan nætursvefn.
Svo fóru þau mæðgin í heimsóknir þegar ég fór að kenna.
Og nú taka uppsöfnuð verkefni við. Auk ýmissa hvunndagsverkefna eru stigspróf nemenda framundan - og svo tónleikaundirbúningur í beinu framhaldi. Að ógleymdum skattaskýrsluhryllingnum.
Og ég er svo heppin að "gömlu" barnabörnin tvö verða áfram á sínum stað - hér í næsta hverfi, - svo ef ég fæ fráhvarfseinkenni, er alltaf gott að knúsa þau.
Lifið heil.
Athugasemdir
Ömmuhlutverkið er best af öllu Laufey mín. Auðvitað höfum við saknað þín, en mikið skiljanlegt að þú hafir verið frá í þessa daga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 09:32
Takk stelpur.
Já Sara, nú er HHP byrjaður að gelgjast - og þá sér maður allt í einu mjög mikinn Pallasvip, sem ekki hefur sést áður.
Laufey B Waage, 27.3.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.