Ömmudagar.

halfdan_ingolfur_og_dora_v75.jpgÍ þessum rituðum orðum eru sonur minn, tengdadóttir og litli drengurinn þeirra á leiðinni vestur á Ísafjörð. - Akandi.

Nýbakaður pabbinn var farinn að sakna eiginkonu og sonar, sem höfðu verið hjá mér í 10 yndislega daga - og ákvað að sækja þau.

Þar er sumsé komin skýringin á fjarveru minni úr bloggheimum. Vona að þið hafið saknað mín.

Ég kaus að láta flest annað en ömmuknús sitja á hakanum þessa daga. 

Það var einstaklega gaman að hafa þau mæðgin. Ég er svo heppin að geta verið laus við á morgnana, - og þá er drengurinn einmitt í súperformi eftir góðan nætursvefn.

halfdan_lina_langsokkur_halfdan.jpgSvo fóru þau mæðgin í heimsóknir þegar ég fór að kenna.

Og nú taka uppsöfnuð verkefni við. Auk ýmissa hvunndagsverkefna eru stigspróf nemenda framundan - og svo tónleikaundirbúningur í beinu framhaldi. Að ógleymdum skattaskýrsluhryllingnum.

Og ég er svo heppin að "gömlu" barnabörnin tvö verða áfram á sínum stað - hér í næsta hverfi, - svo ef ég fæ fráhvarfseinkenni, er alltaf gott að knúsa þau.

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ömmuhlutverkið er best af öllu Laufey mín.  Auðvitað höfum við saknað þín, en mikið skiljanlegt að þú hafir verið frá í þessa daga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Laufey B Waage

Takk stelpur.

Já Sara, nú er HHP byrjaður að gelgjast - og þá sér maður allt í einu mjög mikinn Pallasvip, sem ekki hefur sést áður.

Laufey B Waage, 27.3.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband