Jákvæð þjóðarsál.

Í góða veðrinu á föstudaginn sagði ég við konuna í fiskibúðinni að ég hefði aldrei haft áhuga á júróvisíon-söngvakeppninni hér á árum áður. Á seinustu árum hefði áhuginn vaxið lítillega og ég hefði aldrei verið eins rosa spennt og núna.

"Það er ekkert skrýtið" sagði fisksalinn (eða "fiskseljan") þá. "Við erum öll óvenjuspennt núna. Það er bara af því að nákvæmlega núna hefur þjóðin þörf fyrir að sameinast um eitthvað létt og skemmtilegt og alvörulítið".

Nákvæmlega - hugsaði ég. Þetta er málið.

Í gær var veðrið (sem leikur alltaf lykilatriði í líðan okkar íslendinga) ennþá betra en á föstudaginn, - og árangur okkar í keppninni ennþá betri en nokkur þorði að vona.

Var það ekki nákvæmlega þetta sem þjóðarsálin þurfti?

Til hamingju Íslendingar.

Og njótið lífsins í veðurblíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk fyrir Laufey,þetta var stórkostlegt hjá Jóhönnu og félögum,frændur okkar norðmenn númer eitt,við númer tvö,hvað er hægt að óska sér betra,veðri mjög gott,enda var grillað og hopp og húllahæ hér hjá mér,núna gat maður slappað af,og hugsað eitthvað anna en um vonlausa stjórnmálamenn sem ekkert getað gert nema hugsa um ESB og setja skatta á sykur,engin vilji eða geta til að hjálpa þjóðinni úr þeim skít sem stjórnmálamenn hafa komið okkur í,já þá kom þessi líka frábæri dagur sem maður gat slappað af og notið í botn,engin hugsun um kreppu,allur hugurinn við góða útkomu með Jóhönnu,og henni tókst að láta manni líða vél og vera stoltur íslendingur,svona daga fáum við því miður ekki marga,miða við þá sem stjórna hér í dag,þeir hald að vandamáli í dag sé að ganga í ESB,hvað er í gangi,???búa þeir út í viðey,???????? en ég ætla að gera mér annan dag glaðan,taka á móti Jóhönnu og föruneyti,og njóta gleðinnar aðeins lengur,góður pistill hjá þér Laufey,njóttu dagsins,kær kveðja, konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Frábær dagur fyrir laaaangan göngutúr það sem fáir voru á ferli enda allir (nema ég) að horfa á sjónvarpið. Ég meina, maður á að vera úti í svona góðu veðri...!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 17.5.2009 kl. 12:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þessu, þetta er einmitt það sem við þurftum Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband