9.10.2009 | 10:29
Brúðkaupsafmæli.
Við hjónin eigum brúðkaupsafmæli í dag. Jú kjánarnir ykkar, auðvitað er ég að tala um þriðja og síðasta brúðkaupið mitt. Afmæli þýðir að maður mælir hvursu lengi eitthvað hefur staðið, eða hvursu lengi einhver hefur lifað (þess vegna tala ég alltaf um fæðingardaginn hans pabba míns, eða afmælisdaginn sem hann átti).
Meðfylgjandi mynd af okkur hjónunum er hins vegar ekki tekin á brúðkaupsdaginn, heldur á fimmtugsafmælisdaginn minn (sem var í gær eða fyrradag). Á þeirri stórhátíð samdi sonur minn og söng unaðslegar níðvísur um aldraða móður sína. Læt eina af limrunum 7 fylgja með í tilefni dagsins:
Þið trúið því varla um fimmtuga frúna,
en hún fann sér einn mann og svo annan - og er bún´að
vera gift og svo skilin
og svo gift og svo skilin
og svo gift, en ég held hún sé hætt þessu núna.
Góða helgi elskurnar.
Athugasemdir
hahaha til hamignju Laufey
Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2009 kl. 10:53
Til hamingju. Góður kveðskapur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2009 kl. 10:55
Hann Bjarki hefur góðan húmor og fínan orðaforða.
Til hamingju með daginn.
:-)
Imba
Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:56
Til hamingju!
Guðrún Markúsdóttir, 11.10.2009 kl. 10:15
Síðbúnar afmæliskveðjur Laufey mín, og drengirnir þínir flottir bæði sonurinn og eiginmaðurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 14:47
Ég verð einhvern tímann að fá alla þessa níðvísu á prenti. Þessi partur af henni er auðvitað bara sjúklega fyndinn!!! Enda bróðir minn schnillingur ;-)
Berglind (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 22:20
Til hamingju
Sesselja María Sveinsdóttir, 18.10.2009 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.