Sigrar.

ScribaBáðir sambýlingarnir mínir fögnuðu stórsigrum um helgina. Heimasætan var kjörin Scriba Scolaris - og eiginmaðurinn komst á verðlaunapallinn eftir velgengni á Íslandsmótinu í borðtennis.

Fyrir þá sem ekki skilja latínu, eða MR-ísku - eins og einkasonurinn kallaði það, þegar hann spurði hvað skribba skólariss væri fyrir nokkuð, - þá þýðir þetta ritari skólans - og er gífurlega virðulegt embætti innan Menntaskólans í Reykjavík, eða Latínuskólans eins og hann hét í upphafi. Ég er ekki frá því að eina embættið sem er æðra í virðingarstiganum sé Inspector Scola, en einungis efstubekkingar eru kjörgengir í það embætti.

Sjálf get ég ekki gumað af öðru en mínum hversdagslegu smásigrum - og varla það. Enda eru þeir ekki á dagskrá núna. Nú er ég upptekin við að vera stolt af mínu fólki. 

Lifið heil. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með þínu fólki.

Heidi Strand, 10.3.2008 kl. 22:14

2 identicon

Já, þetta er sérdeilis frábært. Nú er stúlkan formlega orðin systurbetrungur. Og jú, scriba scolaris er næstæðsta embætti skólafélagsins. Húrra fyrir því!

Verst að stúlkan hefur lýst því yfir að hún hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram í embætti inspectors scolae eftir ár. Og ástæðan: Henni finnst ekki að stelpur eigi að vera inspectorar!!!!!!!!! Ég er enn að ná kjálkanum upp fyrir mitti. Þegar ég næ honum í námunda við efri kjálka verður þetta mál rætt! Ég náði þó að benda henni á að Kristrún Heimisdóttir var inspector fyrsta árið mitt í MR. Og gott ef Dalla Ólafsdóttir var það ekki árið eftir að ég útskrifaðist. Nú hef ég ár í að femínista litlu systur í annað framboð :-)

Berglind (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með báða sambýlingana þína elsku Laufey mín, og mundu bara að baki hverri hetju er stuðpúði sem gefur hetjunum þann kraft sem þarf til að verða svoleiðis. Þannig að ég ætla mest að óska þeim til hamingju með ÞIG

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 00:06

4 identicon

Til hamingju með þau bæði, þú knúsar Ásbjörgu frá mér Og ég ætla líka að segja 'Asbjörgu að sjálfsögðu eiga stelpur að bjóða sig fram sem inspectorar .

Mallý (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Laufey B Waage


Takk stelpur. Mér finnst líklegt að stúlkubarnið komist sjálft að raun um það í gegn um scribustarfið og samskiptin við inspector, hvort hún á erindi í inspecor eður ei. Við þurfum samt að femínista hana aðeins til .

Ásthildur, þú ert yndisleg, takk. 

Laufey B Waage, 11.3.2008 kl. 09:33

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hvaða ands... karlrembuþjóðfélag er þessi MR eiginlega? Auðvitað eiga kvenmenn að vera incppsrelckstllrtror sclpelaepae (ég var sko í MÍ og lærði ekki þessi fínu orð, í mínu nemendafélagi hétu þetta bara ritarar og formenn enda SKILJA menn þau orð) einmitt vegna þess að við kjellingar erum einfaldlega miklu betri formenn en kallar. Og málið er dautt! Pahhh!

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:35

7 identicon

Til hamingju með fólkið þitt Laufey mín, aldeilis frábært. Ég samgleðst ykkur innilega. Ekki gleyma að" hversdagslegir smásigrar" eru líka flottir sigrar!!!

Segðu Ágbjörgu frænku minni að hú eigi ekki að gera neitt sem hún ekki vill. Hún á að halda fast í sínar skoðanir og framfylgja þeim. Ef það er hannar skoðun að bjóða sig ekki fram sem inspector þá gerir hún það ekki og við hin eigum að virða það. Ég er samt viss um að hún mundi sigra.

Eigðu góðan dag Þórunn frænka þín.

Þórunn Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:15

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með sambýlingana! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2008 kl. 21:19

9 identicon

Haha þetta er nú gaman!

Vildi benda þér á það, móðir kær, að ég á þessa plakatsmynd á tölvutæku formi þar sem ég er ekki teygð í allar áttir og einkennilega lýst. Ég get sent þér ef þú vilt!

Ásbjörg (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband