14.3.2008 | 09:20
Gleði gleði gleði.
Ég beinlínis trylltist af kæti yfir 10-fréttunum í gærkvöldi. Það var ekki möguleiki að ég gæti tyllt rassi á stól, heldur hoppaði ég og hoppaði, eins og hálfviti, - hæð mína í loft upp og allt það (það vill til að það er hátt til lofts og vítt til veggja heima hjá mér), veifaði öllum öngum og reyndi að hemja gleðihrópin, svo ég gæti nú heyrt fréttina. Ég veit ekki hvað konan á neðri hæðinni hefur haldið. Nema hún hafi verið að fylgjast með sjónvarpsfréttunum. Þá hefur hún pottþétt vitað hvað klukkan sló.
Gleðifréttin er sumsé sú, að nýjasta borgarstjórnin (hvað sem annars má um hana segja), er hætt við landfyllinguna sem átti að koma fyrir framan húsið mitt, með blokkarbyggð fyrir 25 þúsund manns!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þannig að ég get áfram búið á besta stað í heimi, með fallegasta útsýnið, sjávarlyktina og allan þann yndisleik. Ég er hamingjusamasta manneskja í víðri veröld .
Góða helgi og gleðilega páska .
Athugasemdir
Jeiiii...! Til hamingju með það. Og það má sko fagna og fagna með látum finnst mér. Og hoppi og skoppi og jafnvel með smá skrækjum.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 11:38
Innilega til hamingju með þetta Laufey mín, sannarlega gleðilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:24
Sæl frænka,
þetta eru gleðifréttir fyrir fólkið í blokkinni. Núna er amma Þórunn að passa barnið á meðan foreldrarnir eru á Sálinni og við vorum að skoða myndasíðuna þína.
Það var yndislegt að sjá svipinn á Sögu þegar Matthildur vinkona hennar byrtist á skjánum.
Góða helgi og gleðilega páska til ykkar allra,
Þórunn og Saga.
Þórunn og Saga frænkur þínar (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:08
Takk elskurnar.
Þórunn; ég viðurkenni aldrei að rauða húsið við hafið sé blokk.
Laufey B Waage, 14.3.2008 kl. 23:14
Hei, ég var að fatta að þú og Þórdís hafið í raun sama útsýnið, svona að hluta! Hún hefur víðari sýn, þú nálægðina, en báðar getið þið séð Snæfellsjökul og fögur sólsetur. Til hamingju með það!
Já, og þær frænkurnar Saga og Matthildur eru góðar saman. Með fínar tær.
Berglind (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:50
"Við búum öll í sömu blokk í Hólunum, okkar blokk er langmest skreytt á jólumun".
Fjórar hæðir er það þá reysulegt hús??? En allt í lagi þá þetta eru gleðifréttir fyrir fólkið í RAUÐA HÚSINU VIÐ HAFIÐ!!!
Þórunn frænka þín.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:05
Sæl mín kæra! takk fyrir mig!!!
Það var svo sekmmtilegt að fá sendinguna, og enn skemmtilegra að finna huginn sem fylgdi henni. - svo ekki sé minnst á tófúleiðbeiningarnar- sem ég mun nota í kvöld við pottþéttan fögnuð púka og annara matargesta.
Og til hamnigju með tilveruna(í bókstaflegri merkingu) alltaf gott þegar fólk/nefndir/stjórninr sjá að það má ekki bara "búa til" land í garðinum hjá manni...
Lady Lísbet (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:24
Hæ Laufey, þetta er ég sem þú gafst blómið, til hamingju með ekki-fyllinguna, er kannski hægt að redda því að ekki komi blokk fyrir utan húsið mitt, ....
ástareldurinn fölnaði allur og visnaði, ég var að hugsa um að henda honum og eiga körfuna en setti hann svo í suðurgluggann og þar eru VITI MENN, held ég að spretta ný blóm og eitt hefur blómstrað, svo ég er upprenanndi blómakona, því blómið í norðurglugganum lætur einsog vitleysingur og er að búa sig undir að blómstra tuttugu blómum sem ekki hefur gerst í 18 ár.
bloggið mitt er www.heimsveldi.blogspot.com
Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:42
Takk stelpur.
Njóttu vel Lísbet og takk fyrir síðast. Þú hefur vonandi líka skoðað bloggið og flickr frá þorrablótinu.
Elísabet: Allur ástareldur á sinn tíma og sinn mislanga lífaldur. Svo er alltaf gaman að spá í tákn blóma, hvað lifir, hvað deyr og hvað tekst að endurlífga. Takk fyrir síðast.
Sara: Eini mögulegi kosturinn við landfyllingu, væri þá að fá þig í hverfið.
Berglind ekki bulla, - ég bý við sjóinn, en Þórdís langt inni í landi. Útsýnið mitt frá henni séð getur í besta falli verið fjarskafallegt.
Flottur vísupartur Þórunn, ég á örugglega eftir að stela honum.
(Nú er ég orðin eins og Ásthildur vinkona mín - svara hverjum bloggvini fyrir sig).
Laufey B Waage, 19.3.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.