Tölur,nafn og skírn.

afkomendur.jpgÞessi mynd af mér með afkomendurna var tekin í gær.

Ég á 6 afkomendur.

3 börn og 3 barnabörn.

3 stúlkur og 3 drengi.

Stúlkurnar eru allar meyjar (fæddar í meyjarmerkinu).

Drengirnir heita allir Hálfdán.

Þess má einnig geta í framhjáhlaupi að ég hef átt 3 eiginmenn.

Svo hef ég átt 3 gerðir af bílum. Fyrst átti ég 3 fólkswagen-bjöllur, hverja á eftir annari, þvínæst 3 Daihatsu-Charade (líka hvern á eftir öðrum) - og núna á ég einn Yaris og er viss um að þeir verða líka þrír í röð.

skirn_hih.jpgOg svona til að klára þessa undarlegu upptalningu, - get ég sagt ykkur - að ég bjó 3x3 ár á Ísafirði. Þ.e. ég bjó í þremur íbúðum, - 3 ár í hverri.

En í gær var sumsé merkisdagur. Þá var nýji ömmudrengurinn skírður í Ísafjarðarkirkju. 

Og að sjálfsögðu brá mín sér vestur. Ásamt þeim fjórum afkomendum sem búa hér í höfuðborginni.

Athöfnin var yndisleg, - sem og helgin öll.

En ég verð að viðurkenna, - að það er dáldið flókið fyrir mig núna, - þetta með ömmudrengina. Ég hef alltaf talað um ömmudrenginn í eintölu með ákveðnum greini, - en nú get ég það auðvitað ekki lengur. Sem er auðvitað bara gaman. - Ég býst ekki við að mér komi nokkurn tíman til með að finnast ég eiga of mikið af yndislegum ömmubörnum.

nyskir_ur_i_ommufangi.jpgMálið er bara það, að þeir heita báðir Hálfdán.

Og ekki nóg með það. - Sonur minn heitir líka Hálfdán.

Sonur minn er að vísu alltaf kallaður seinna nafninu sínu, - það var ákveðið í upphafi af mér og föður hans sem heitir líka Hálfdán og er sonur manns sem heitir Ingólfur Hálfdán.

Hafiði vitað annað eins?

Og svo heitir yndislegi ömmudrengurinn sem hér sést nýskírður í ömmufangi; - Hálfdán Ingólfur.

Legg ekki meira á ykkur.

Njótið vikunnar framundan, sem og nýbyrjaðs marsmánaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður verður nú bara hálf Dán við að lesa þetta... tí hí... nei bara að grínast.  Innilega til hamingju með Hálfdán Ingólf, pabba og afastrák, Ingólfur hefur örugglega orðið stoltur af nafninu sínu. 

Má ekki segja að; allt er þá þrennt er Laufey mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef átt jafnmarga og þú (uss, ætla að halda áfram að tala um mína fjölmörgu eiginmenn).

Falleg börn ogtil hamingju með þann nýjasta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 17:59

3 identicon

Innilega til hamingju með ömmudrenginn, þú ert sannarlega lánsöm kona Laufey mín.

Bestu kveðjur til allra.

Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með drenginn. Verð að játa að mér finnst frumlegheitin ekkert vera að gera út af við menn þarna hjá ykkur en það er kannski bara ég!

Þórdís Einarsdóttir, 3.3.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Til hamingju með Hálfdán IV. 

Sigríður Jósefsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Til hamingju með nýja ömmudrenginn!

Guðrún Markúsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband