Fordæming.

Ég er æfareið.

Það er að vísu eitt jákvætt og þakkarvert við þessa frétt. Það er auðvitað að læknir og móðir skulu hafa þorað að standa með stúlkunni og samþykkja fóstureyðingu. Og það hefðu þau að sjálfsögðu líka átt að gera þó svo stúlkan hefði bara gengið með eitt barn og þó svo að líkamlegu lífi hennar hafi ekki beint verið ógnað. 

Að vísu set ég stórt spurningamerki við samstöðu móðurinnar með sínu barni, þegar það kemur í ljós að stjúpinn var búinn að misnota stúlkuna (og systur hennar líka) í 3 ár. Getur verið að mamman hafi ekki haft hugmynd um það?

En ég er öskureið út í þá staðreynd að kaþólska kirkjan skuli hafa þetta ömurlega fordæmingarvald, - og notfæra sér það með slíkum hætti. Auðvitað má segja að fólki ætti að vera sama þó það sem dæmt frá þátttöku í öllu því sem viðkemur kirkju sem beygir sig undir slíkt fordæmandi og ÓKRISTILEGT vald. En ég er hræddust um að í allt of mörgum tilfellum þori fólk ekki að standa með sjálfum sér og sínum náunga, - af ótta við þetta skelfilega ógnarvald kaþólsku kirkjunnar.

Og ég leyfi mér að fullyrða rétt einn ganginn, - að þessi afstaða kaþólikkanna er í hrópandi andstöðu við það sem Kristur sjálfur boðaði, - og því ættu þeir sem taka svo mannfjandsamlega afstöðu ekki að voga sér að kalla sig Kristna. Þeir eru að mínu mati í hópi þeirra - allt of margra - sem koma óorði á Kristnidóminn. 

Best að hætta áður en ég missi mig gjörsamlega.

Lifið heil í Kristilegum náungakærleika.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara svona með trúfélög, það er hvergi meiri hræsni en einmitt meðal forkólfa kirkna hvaða nafni sem þær nefnast, þá á ég víð öfga trú.  Sem betur fer er þessi kirkja okkar hér það útvötnuð að frelsið er meira en á flestum öðrum stöðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 11:08

2 identicon

Ó, hvað ég er sammála þér Laufey.  Að öðru leiti er ég orðlaus yfir þessum þröngsýna, illa upplýsta karli.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:32

3 identicon

Grínistinn George Carlin tók þetta mál fyrir með miklum ágætum í stand-upinu "Pro-life is anti-woman". http://www.youtube.com/watch?v=V9iY8Std8nQ

Segir í raun allt sem segja þarf. Ég sakna Carlin (hann dó í fyrra).

Mér er svo sama hvað þið segið, kardinálinn er bara fokkíng krípí á þessari mynd.

Og hvað er málið með Benedikt/Ratizinger? Maðurinn minnir mig iðulega á keisarann í Star Wars. "Everything is proceding as I have forseen..."

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Urrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Held að ísfirskir sjóarar myndu fara verulega hjá sér ef þeir heyrðu blótsyrðin sem mér finnst eiga við hérna. En þau eru náttúrulega ekki skrifhæf svo ég segi bara eins og Jenný: Urrrrrrrrr...!

Þ (sem er ekki skráð í neitt trúfélag)

Þórdís Einarsdóttir, 13.3.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband