Nýr nágranni

Mér finnst ómaklega vegið að nýja nágrannanum mínum í mbl í dag.

Ég hef nokkrum sinnum séð blessaða konuna fyrir utan tjaldið sitt og verð að segja að hún virðist hin vænsta manneskja. Og ég hvorki veit til - né get ímyndað mér - að hún hafi verið neinum til ama hér í hverfinu. Að vísu gæti henni orðið kalt ef hún verður þarna ennþá eftir að frystir í vetur, - en hún virðist hafa bein í nefinu til að bjarga sér, svo ég hef öngvar áhyggjur af henni.

Fyrir mörgum mánuðum las ég fréttir af því að setja ætti upp gáma fyrir útigangsfólk hér í hverfinu. Það er skemmst frá því að segja að gámabúar þessir hafa ekki á nokkurn hátt verið mér eða mínum nágrönnum til ama.

Ég er ekki að segja að ég hafi einhvern sérstakan áhuga á að fylla nágrennið af útigangsfólki. En mannlífið er misjafnt og öll eigum við okkar tilverurétt. Fjölbreytilegt mannlíf finnst mér af hinu góða og ég vorkenni fólki sem vill hafa allt sitt nágrenni sterilt og eftir stöðluðu normi. - Kvartar svo um leið og eitthvað bregður út af.

"Biðjum skaparann að leiða okkur á braut umburðarlyndis, þolinmæði, góðvildar og kærleika" (úr AA-bókinni).

Njótið sumarsins gott fólk.


mbl.is Kom sér fyrir í kúlutjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr, Laufey.

Mér finnst fólk eiga að skammast sín sem getur ekki haft umburðarlyndi fyrir þeim sem illa er komið fyrir.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er óhugnanlegt að verða vitni að þeim fjandskap sem andar í gengum frétt Morgunblaðsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2009 kl. 13:28

3 identicon

Mikið er ég sammála.

Hekla Arnardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband