19.12.2008 | 15:10
Leiðbeiningar.
Af hverju í ósköpunum er manni uppálagt að hafa manúal einkabílsins í hanskahólfinu? Til að þeir sem kunna að brjótast inn í bílinn geti lært á hann áður en þeir fara á rúntinn? Ef ég teldi að akstur míns eðal-Yariss krefðist sérkunnáttu, - tæki ég manúalinn inn í hús hið snarasta. (Vek sérstaka athygli á, að þetta er mín fyrsta tilraun til að blogga um frétt á mbl.is)
Björgunarskipi stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Laufey mín,
Þú Þarft ekki að vera neitt að blogga um fréttir sem allir geta lesið í blöðunum. Þú hefur nefnilega frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Ég skora á þig að skella hér inn góðum áramótaannál.
Eigðu góða helgi, og ég hlakka meir og meir til helgarinnar góðu í janúar.
Þórunn frænka þín (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 15:46
Til hamingju með tilraunina, hún tókst.
Manúalar eru auðvitað þarna fyrir þjófana. Svo þeir skemmi ekki mikið.
Svo er ágætt að skilja lykilinn eftir í svissinum þannig að þeir tengi ekki fram hjá bölvaðir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.